...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

föstudagur, júní 02, 2006

Rölt en engin rekkjubrögð.

Þá er fyrsta fjallabrölt ársins afstaðið. Stefnan var tekin á Súluna (1200m), nánar tiltekið þá nyrðri, sem gnæfir yfir Akureyrinni. Lagt var af stað frá ruslahaugum Akureyringa, já ég veit þeir kunna að skipuleggja þessa meintu náttúruperlu sem þeir telja Eyjafjörðinn vera.

Síðuhöfundur lagði af stað kl:17:30 en það er um 5 km ganga á toppinn og að sjálfsögðu aðrir 5 km til baka. Ég fer ekki ofan af því að þetta hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert í ár, en ég var ekki kominn niður fyrr en um kl:21:30.

Það að ganga þangað upp eftir með vind upp á 20 metra á sekúndu beint í fangið og í beljandi rigningu var nánast meira en það sem minn dekraði skólarass var að ráða við. Ég var orðinn bugaður á líkama og sál þegar ég kom niður aftur. Hefði ekki komist marga kílómetra í viðbót. Þar sem þetta er nú fyrsta ganga ársins af mörgum, þá hefði ég nú alveg mátt búast við þessu.

p.s. farinn til Ísafjarðar um helgina...

Kveð alveg bugaður...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Næsta 17.júni legg ég til að Jón Smári verði fjallkona Eyjafjarðar. múahahha

15:55

 
Blogger Dagný Rut sagði...

Þú ert hetja!

23:56

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvernig tekurðu þá á rekkjubrögðunum hjá þér?! Maður spyr sig...

21:55

 
Blogger Milla sagði...

Góður!!! Nú bara koma sér í röltformið :) Hlakka til að sjá þig á næsta tindi, Snillan göngugarpur

23:48

 

Skrifa ummæli

<< Home