Rölt en engin rekkjubrögð.

Síðuhöfundur lagði af stað kl:17:30 en það er um 5 km ganga á toppinn og að sjálfsögðu aðrir 5 km til baka. Ég fer ekki ofan af því að þetta hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert í ár, en ég var ekki kominn niður fyrr en um kl:21:30.
Það að ganga þangað upp eftir með vind upp á 20 metra á sekúndu beint í fangið og í beljandi rigningu var nánast meira en það sem minn dekraði skólarass var að ráða við. Ég var orðinn bugaður á líkama og sál þegar ég kom niður aftur. Hefði ekki komist marga kílómetra í viðbót. Þar sem þetta er nú fyrsta ganga ársins af mörgum, þá hefði ég nú alveg mátt búast við þessu.
p.s. farinn til Ísafjarðar um helgina...
Kveð alveg bugaður...
4 Comments:
Næsta 17.júni legg ég til að Jón Smári verði fjallkona Eyjafjarðar. múahahha
15:55
Þú ert hetja!
23:56
Hvernig tekurðu þá á rekkjubrögðunum hjá þér?! Maður spyr sig...
21:55
Góður!!! Nú bara koma sér í röltformið :) Hlakka til að sjá þig á næsta tindi, Snillan göngugarpur
23:48
Skrifa ummæli
<< Home