...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, maí 16, 2006

Sumarleyfisafþreyingarþankar

Hvernig á maður að eyða sumrinu eftir að hafa setið sveittur í hýði háskólanáms. Það er efalaust hægt að finna upp ýmsar leiðir til þess arna. Ég hef verið með höfuðið í bleyti í þessum hugleiðingum, en ýmsar hugmyndir hafa verið að skjóta upp kollinum. Ég hef ákveðið að taka saman nokkrar hugmyndir sem ég er að spá að koma í verk í sumar.

Ég hef ákveðið að:
  • Ganga á milli Þórsmerkur og Landmannalauga
  • Ganga á Herðubreið
  • Ganga GR11 í Pírenafjallgarðinum á Spáni
  • Ganga frá Drekagili að Öskjuvatni og yfir að Öskjuopum
  • Ganga á Hvannadalshnjúk
  • Ganga á Kaldbak á Vestfjörðum
  • Fara aftur í Vogagjána
  • Ná mér í tjérlingu
  • Fara í böðin á Mývatni
  • Ganga á Vindbelgsfjall
  • Ferðast um norðurland
  • Ferðast um Vestfirði
  • Ganga á Heklu
  • Fara í útilegur
  • O.fl...

Nú er bara að bíða og sjá hver nýtingar hlutfallið verður hjá mér, en ég stefni á framkvæma allt hér að ofan. Ef einhverjum langar að koma með mér í eitthvað að ofantöldum verkefnum, þá er það meira en velkomið.

Bestu kveðjur,

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Og hvað af þessu telurðu að muni reynast mesta áskorunin?

11:41

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Sæl sæl,

Ég held að það muni reynast mesta áskorunin að krækja mér í kvenfang... en það hefur ekki reynst vinnandi vegur að uppfylla þann lið.

Með bjartsýni í huga þá stefni ég á að klára þennan lista fyrir haustið...

13:55

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fær einn lítill fituhlunkur að rölta kannski með um fjöll og fyrnindi í sumar, þetta er kannski eitthvað sem væri gaman og þá er ekki ónýtt að fá að fylgja svona fjallageit sem þú ert.

11:56

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Sæll,

Ekki vandamálið, því fleiri því betra. En það er almennur skortur á þeim sem eru tilbúnir að leggja á sig smá fjallalabb.

Það er óþarfi að mikla þetta fyrir sér, bara rólegt og skemmtilegt labb með myndavélina og kaffi & kökur í farteskinu.

12:21

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hættu þessari vitleysu með að labba uppá fjöll eða næla þér í beyglu!!! Labbaðu bara uppá einhverja kellingu og málið er dautt!!!!!!!!

01:12

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég ætla að sálgreina þig: Af þessum afrekslista að dæma má greina að þú sért að uppfylla í þitt tilfinningalega (og eflaust líkamlega) tómarúm sem þú annars myndir fylla með kvonfangi; með því að ganga út um allar trissur og upp um fjöll og fyrnindi.

Vona þú hirðir upp einhverja tjérlingu á för þinni um víðáttuna.

09:37

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

ég skal koma með þér í kerlingaleit...

18:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta frábær plön fyrir sumarið! Kannski aðeins of mikið ef eitthvað er, en þú átt örugglega eftir að gera þetta allt. Finnur örugglega einhverja gullfallega fjallkonu í einhverri ferðinni...annars er ég líka alltaf á lausu?!?! Hahahahaha....
Kveðjur frá Dublin,
Elín.

01:02

 
Blogger Sívar sagði...

Heyrðu hvernig væri nú að ganga jökulsárgljúfur í sumar? Nánar tiltekið mánaðarmótin júní/júlí?

Ég er að setja saman smá ferð með vinum og vandamönnum.

12:17

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Heil og sæl,

PMagg: Í sambandi við að labba upp á einhverja kerlingu, þá gekk ég á kerlingu (1536m)í fyrrasumar, stefni á að gera það aftur í sumar.

Vigdís: Já ég held að þetta sé ekki fjarri sannleikanum, þar sem andstöðuþrjóskuröskun er best haldið niðri með fjarvistum frá vinstrimönnum.

Trausti: Já ég vissi að þú myndir ekki bregðast þegar á myndi reyna!

Elín: Elín við skálum í Guinness í 10 ára afmælinu okkar í sumar, þá förum við yfir stöðuna hjá okkur q;)

Sívar: Frábær hugmynd... ég verð reyndar á ættarmóti með föðurættinni um þessi mánaðarmót, en þetta gæti orðið áhugaverð manndómsvígsla...

Kveðja,

21:56

 

Skrifa ummæli

<< Home