Sumarleyfisafþreyingarþankar

Ég hef ákveðið að:
- Ganga á milli Þórsmerkur og Landmannalauga
- Ganga á Herðubreið
- Ganga GR11 í Pírenafjallgarðinum á Spáni
- Ganga frá Drekagili að Öskjuvatni og yfir að Öskjuopum
- Ganga á Hvannadalshnjúk
- Ganga á Kaldbak á Vestfjörðum
- Fara aftur í Vogagjána
- Ná mér í tjérlingu
- Fara í böðin á Mývatni
- Ganga á Vindbelgsfjall
- Ferðast um norðurland
- Ferðast um Vestfirði
- Ganga á Heklu
- Fara í útilegur
- O.fl...
Nú er bara að bíða og sjá hver nýtingar hlutfallið verður hjá mér, en ég stefni á framkvæma allt hér að ofan. Ef einhverjum langar að koma með mér í eitthvað að ofantöldum verkefnum, þá er það meira en velkomið.
Bestu kveðjur,
10 Comments:
Og hvað af þessu telurðu að muni reynast mesta áskorunin?
11:41
Sæl sæl,
Ég held að það muni reynast mesta áskorunin að krækja mér í kvenfang... en það hefur ekki reynst vinnandi vegur að uppfylla þann lið.
Með bjartsýni í huga þá stefni ég á að klára þennan lista fyrir haustið...
13:55
Fær einn lítill fituhlunkur að rölta kannski með um fjöll og fyrnindi í sumar, þetta er kannski eitthvað sem væri gaman og þá er ekki ónýtt að fá að fylgja svona fjallageit sem þú ert.
11:56
Sæll,
Ekki vandamálið, því fleiri því betra. En það er almennur skortur á þeim sem eru tilbúnir að leggja á sig smá fjallalabb.
Það er óþarfi að mikla þetta fyrir sér, bara rólegt og skemmtilegt labb með myndavélina og kaffi & kökur í farteskinu.
12:21
Hættu þessari vitleysu með að labba uppá fjöll eða næla þér í beyglu!!! Labbaðu bara uppá einhverja kellingu og málið er dautt!!!!!!!!
01:12
Ég ætla að sálgreina þig: Af þessum afrekslista að dæma má greina að þú sért að uppfylla í þitt tilfinningalega (og eflaust líkamlega) tómarúm sem þú annars myndir fylla með kvonfangi; með því að ganga út um allar trissur og upp um fjöll og fyrnindi.
Vona þú hirðir upp einhverja tjérlingu á för þinni um víðáttuna.
09:37
ég skal koma með þér í kerlingaleit...
18:31
Mér finnst þetta frábær plön fyrir sumarið! Kannski aðeins of mikið ef eitthvað er, en þú átt örugglega eftir að gera þetta allt. Finnur örugglega einhverja gullfallega fjallkonu í einhverri ferðinni...annars er ég líka alltaf á lausu?!?! Hahahahaha....
Kveðjur frá Dublin,
Elín.
01:02
Heyrðu hvernig væri nú að ganga jökulsárgljúfur í sumar? Nánar tiltekið mánaðarmótin júní/júlí?
Ég er að setja saman smá ferð með vinum og vandamönnum.
12:17
Heil og sæl,
PMagg: Í sambandi við að labba upp á einhverja kerlingu, þá gekk ég á kerlingu (1536m)í fyrrasumar, stefni á að gera það aftur í sumar.
Vigdís: Já ég held að þetta sé ekki fjarri sannleikanum, þar sem andstöðuþrjóskuröskun er best haldið niðri með fjarvistum frá vinstrimönnum.
Trausti: Já ég vissi að þú myndir ekki bregðast þegar á myndi reyna!
Elín: Elín við skálum í Guinness í 10 ára afmælinu okkar í sumar, þá förum við yfir stöðuna hjá okkur q;)
Sívar: Frábær hugmynd... ég verð reyndar á ættarmóti með föðurættinni um þessi mánaðarmót, en þetta gæti orðið áhugaverð manndómsvígsla...
Kveðja,
21:56
Skrifa ummæli
<< Home