...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hættulegir tímar.

Dagurinn í gær var svartur dagur. Stundum veit ég hreinlega ekki hvað er hægt að treysta á lengur. það virðist ekki vera steinn yfir steini í tenglum við það sem maður telur vera hvað trausta í tilverunni.
Sá skelfilegi atburður sem reið yfir líf mitt í gær var að kaffibrúsinn minn bilaði, tappinn brotnaði. Þetta gerðist á versta tíma, en ég legg af stað til Ísafjarðar á morgun. Ég er ekkert viss um að ég treysti mér í ferðalagið án brúsans míns. Þarf líklegast að hringja á undan mér á bensínsjoppurnar og athuga hver sýrnin er auk uppruna og brennslustig á því kaffi sem í boði er.

En ég hef ákveðið að lifa hættulega og láta á það reyna að komast til Ísafjarðar á því kaffi sem þjóðvegapulsusjoppur landsins bjóða uppá.

Framhald síðar...

p.s. læt mynd #2 frá því á árshátíðinni fylgja með.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Góða ferð í bæinn fallega og ljúfa...

Sorry með kaffibrúsann.

06:58

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

LOL það er naumast þú ert djarfur að leggja af stað án brúsans, hélt að svona menn væru útdauðir ;). Leikur kannski sama leikinn og þú gerðir þegar kom í ljós að brúsinn væri dauður en kaffið búið að mallast, DREKKUR bara alla könnuna áður en þú leggur af stað haha...

09:34

 
Blogger Dagný Rut sagði...

Ég fékk mér kaffi í dag í Essó skálanum í Borgarnesi. Ég hugsa að ég bjóði þess aldrei bætur.

20:58

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kominn tími til að lifa djarft! Hættulega viðkunnanlegur út á ystu nöf á þjóðvegasjoppum landsins!

Framhald síðar....

13:43

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

hehe... já það er rétt. Maður teflir djarft þegar maður drekkur kaffið sem er í boði á þjóðvegum landsins og þá ekki síst í Borgarnesi, en verra kaffi fæst víst ekki nema í mötuneyti HA.
Sem ég mun að öllum líkindum þurfa að drekka, þar sem kaffibrúsinn minn er ekki lengur til staðar.

23:02

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

15:11

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

15:13

 

Skrifa ummæli

<< Home