...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

laugardagur, nóvember 05, 2005

Fróðleikshorn Viðkunnanlegs.

Sálfræði.
Gríska orðið sem er þýtt ‘sál’ er psyche. Í kviðum Hómers frá 8. öld f.Kr., Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu, er orðið einkum notað um einhvers konar lífsanda; sálin greinir að lifandi líkama frá dauðum. Á 7. og 6. öld f.Kr. víkkaði merking orðsins nokkuð. Farið var að líta á sálina sem aðsetur persónuleikans, sem sjálf manns. Pýþagóringar og aðrir töldu að sálin lifði af dauða líkamans og gæti endurfæðst í öðrum líkama. Heimspekingurinn Empedókles frá Akragas (um 490-430 f.Kr.) hélt því til að mynda fram að hann hefði áður verið til sem stúlka, fugl og fiskur og meira að segja runni.
Ein frægasta umfjöllun Platons um sálina er í Ríkinu en þar er sett fram kenning um þrískiptingu sálarinnar. Sálin er sögð hafa þrjá hluta, skynsemi, skap og löngun. Skynsemin sækist eðli sínu samkvæmt eftir sannleika og þekkingu og eftir því að stjórna, skapið sækist eftir heiðri og viðurkenningu og löngunin sækist eftir mat, drykk og kynlífi. Sömuleiðis hafa hlutar sálarinnar ólíkar dygðir. Viskan er dygð skynsemishlutans, hugrekki dygð skapsins og hófsemi er dygð löngunarinnar. Réttlætið, sem er fjórða og síðasta höfuðdygðin, er svo fólgið í því að hver hluti vinni sitt verk.

9 Comments:

Blogger Framkvæmdastjórinn sagði...

Með öðrum orðum:
Kolbrún Halldórsdóttir er sálarlaus kvikindistíkarbelja...?

18:07

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

bull og vitleysa!!!! þessi heimspekingur pekingur hefur annaðhvort verið getulaus eða bolvíkingur:-)

23:00

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

mikið rétt Pókus, til eru tvennskonar spekingar. Bolvíkingar og getulausir.

21:57

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Enda hefur afrakstur ástarvikunnar í Bolungarvík sýnt fram á að þar býr ekki nokkur getulaus einstaklingur...

Ef svo væri þá geri ég ráð fyrir því að Traustið jafnaði það út!

22:28

 
Blogger Kristjan sagði...

Í ríkinu talar Platon jafnframt um að við stjórnunarstörf skuli fást karlkyns heimspekingar. Heppilegastir séu samkynhneigðir stjórnendur því þeirra bíði ekkert fjölskyldulíf og geti fókuserað á starfið. Jafnframt átti rómantík ekki að eiga sér stað hjá samkynhneigðum heldur gætu þeir fengið líkamlega útrás með ungum mönnum sem störfuðu hjá þeim. Það er reyndar orðið nokkuð síðan ég las Ríkið (áður en ég drakk það) en þetta var eitthvað á þessa leið.

00:02

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»

13:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»

14:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very pretty site! Keep working. thnx!
»

14:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»

15:11

 

Skrifa ummæli

<< Home