Komma-Cola
Eftir myndina var mér tjáð af vængmanni þá hugmynd sem komið hefur fram að umhverfisvernd sé sprottin undan úrkulnuðum kommúnistum sem gefið hafa hugmyndafræðina upp á bátinn eftir skipsbrot þeirrar hyggju á síðari áratugum síðustu aldar. Þeir hafi síðan fundið hugmyndafræði sinni nýjan farveg til þess að berja á kapitalismanum í gegnum umhverfisvernd. Það er til þess að sigra hið illa frelsi fjármagnsins og koma á miðstýrðri forræðishyggju til þess að bjarga 0kkur öllum frá glötun.
Ég læt vera í þetta skiptið að túlka í ofangreinda tilgátu, leyfi öðrum að gera það í bili...
6 Comments:
borðir þú myglað skyr í hádeginu eða viltu ekki að neinn lesi bloggið þitt framar? eftir margar mánaðar fjarveru í bloggheimum eigum við betra skilið en þetta! en sennilega er trixið hjá þér að fá svona kellur eins og mig til að rífast við þig í commentunum hérna. Þér fyrirgefst í þetta skiptið en hvað sem allri frjálshyggju líður þá er hún að verða að umhverfisslysi í tjörninni við Ráðhúsið í Reykjavík.
dreifistýrðar frjáslyndiskveðjur úr nesjanepjunni, Sigga
13:30
Er Al Gore þá kommúnisti?
11:33
Ekki frekar en Bush sé kapitalisti!
11:58
Þetta er eins og að segjast vera með leyndarmál og vilja ekki segja hvað það er... Það er bannað Jón Smári. Þú verður að túlka hana, annars, hvað segir þú um þessa tilgátu???
Er annars mjög sáttur við að þú sért farinn að blogga aftur, þó maður kvitti ekki oft þá kíkjir maður alltaf annars slagið við.
20:38
þú ert svo duglegur að blogga! ég er svoooo stolt af þér.
kveðja
Þura;)
13:34
Tek undir með henni Þuru.. svo duglegur dákur, koma svo :o)
Kveðja, Edda
20:42
Skrifa ummæli
<< Home