...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, september 26, 2006

Hringvöðvarof á kostnað gylltraveiga

Púður á punginn, krem á kúlurnar, lotion á lókinn, allt til þess að koma í veg fyrir yfirvofandi hringvöðvarof. Fyrir þá sem ekki vita það nú þegar, þá hefur síðuhaldari losað sig við bílinn og keypt sér stálfák mikinn og þeysist nú um höfuðból norðurlands á tveimur jafnrúllandi.
Dagurinn í dag er sá annar í röðinni þar sem einungis er notast við hjólið. Verður nú að viðurkennast að smávægileg fráhvarfseinkenni hafa komið fram, en huggunar er leitað með aukinni kaffidrykkju.
Búið er að bjóða mér far suður um helgina til þess að ná aftur í bílinn, en reynt verður að sporna við kenndum í þá átt af fremsta megni.
Reyndar þegar bílreksturinn er tekinn út af efnahafsreikning síðuhaldara, þá liðkast fyrir aukinni veigadrykkju á tyllidögum, sem verður nú að teljast það jákvæðasta við áður nefnda ákvörðun að losa sig við bílinn.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kæri Jón.

Hnuss, þér eigið eftir að iðrast stórkostlega þegar fram líða kaldar vetrarhjólastundir. Ættir frekar að setja silfurfákinn upp í nýja sjálfrennireið, það færi langt með útborgun á nýjum jeppling!

Annars finnst undirrituðum skítt að þá loksins hann flytur í nágrenni við svokallaðan "vin" sinn, þá komið þér með slíkt útspil að selja drusluna vísvitandi kunnugur ferðahögum undirritaðs á tveimur jafnfljótum sem og slæmu hné.

Skammist yðar herra Jón!

18:29

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe!! Hlakka til að sjá þig í Norðangaddinum í vetur :)
og Trausti... ertu svona háfleygur við öll tækifæri???!!??!?!:)

19:30

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Trausti minn ég er búinn að tala við indæla konu í næsta húsi um stöðuna sem komin er upp. Hún ætlar að passa að þú farir í (leik)skólann á réttum tíma, og jafnvel aka þér þangað þegar veðrið er vásýnt. Passaðu nú bara að gleyma ekki vettlingunum þínum...

21:14

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

hahaha.... ja það verður spennandi að sjá hvað þú heldur þetta út lengi... einhvern veginn ímynda ég mér að við munum hafa hlutverkaskipti miðað við í fyrra ;)

13:37

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér leikur forvitni á að vita hvers konar púður og lotion Viðkunnalegur er að nota?

14:05

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Heil og sæl,

Það er ekkert launungarmál að aðeins það besta fer á fjölskyldudjásn Úlfsárættarinnar þegar mikið liggur við. Í þetta skiptið þurfti að leita út um víðan völl af hentugri vöru sem myndi standa sig við erfiðustu aðstæður. Fékk ég til liðs við mig kaupmann að nafni Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus og skönnuðum við lagerinn í leit af réttum vörum. Á endanum var niðurstaðan sú að í uppskriftina fór:

Dynur kattarins
Skegg konunnar
Rætur bjargsins
Sinar bjarnarins
Andi fisksins
Hráki fuglsins

Kveðja,

17:02

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

ekki myndi ég nú versla þessar vörur í Bónus, ekkert frekar en grænmetið þeirra.

17:59

 

Skrifa ummæli

<< Home