...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

WWIII

Að liggja svefndrukkinn í koju í síðutogara í seinni heimstyrjöldinni, sem skyndilega verður fyrir miklu höggi og ískaldur sjórinn tekur að flæða inn og fylla káetuna og myrkrið yfirtekur rýmið.

Þá skyndilega vaknar maður upp við að skólinn er byrjaður. Áður en maður veit af þá situr maður í tíma á mánudagsmorgni. Einhverstaðar ómar í fjarska, ekki ólíkt og væl í þokulúðri að það sé verið að tilkynna að það sé hugfræðipróf í fyrramálið

Hugfræðin var síðan tekin með trompi í morgun...

Var að setja inn myndir frá hálendisskreppi túrnum um helgina.

Kveðja,

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Laugardagurinn var hressandi. Sullandi heitt villibað úti í auðninni og Feroza nautnanudd bæði fyrir og eftir. Þetta er það næsta sem ég hef komist því að fara í snyrtistofudekur. Nú krefst ég þess að við förum að draga eitthvað kvenkyns með okkur í eina af þessum rómantísku helgarferðum! Fólk er farið að tala.

22:30

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

bwahahahaha...

11:49

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég sá á myndunum að þið hafið skoðað fossinn minn..ég get nú frætt ykkur um það að ég eiddi mörgum stundum hjá honum sem barn. Enda er hann staðsettur á landaeign afa míns:) Þannig að það segir sig sjálft ég á hann (Aldeyjarfoss):)..Mæli eindreigið með því að fara að honum hinum megin, þar er margt hægt að skoða.

13:26

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

jæja JSJ nú er bráðum kominn mánuður frá því þú bloggaðir síðast!!! Er ekki kominn tími á nýjar fréttir?

22:08

 

Skrifa ummæli

<< Home