Á sandölum í sandöldum

Ferðirnar hafa verið ákaflega mismunandi, þannig að erfitt er að gera upp á milli þeirra. Það verður þó að teljast að svæðið norðan Vatnajökuls var ákaflega tilkomu mikið. Enda er landið markað atburðum sem hægt er að rekja til áhrifa þessa stærsta jökuls í Evrópu. Beinast liggur við að nefna Ásbyrgi sem er myndað af hamfarahlaupi sem kom úr Vatnajökli og myndaði hið meinta hófafar Sleipnis. Einnig var ákaflega sársaukafullt að sjá þau mannanna verk sem eiga sér stað á Kárahnjúka svæðinu. Með því verð ég víst að éta ofan í mig fyrri fullyrðingar um það svæði sem Hálslón mun hylja.
Búinn að setja inn mikið mikið magn af myndum hér til hliðar. Gestaþraut vikunnar er staðsetning síðuhaldara á myndinni hér að ofan.
5 Comments:
Þarna stendur formalínbróðir minn á útsýnispalli Sandfells (fjallið sem senn verður eyja). Horft er yfir Hoover-skjólvegginn.
09:10
Bíddu bíddu, en gleymdirðu ekki einhverju inn á milli þess sem þú ferðaðist upp um fjöll og fyrnindi?! Hvar er kjellingin sem þú ætlaðir að næla þér í?!
04:47
Elska panorama-myndirnar þínar....
En eigi finnst mér þú blogga nóg :)
09:21
Sæl sæl,
Já ég er mjög hrifinn af þessu myndum. Það eina sem er að plaga mig er að þær njóta sín ekki í "myspace" myndaalbúminu hjá mér.
Ég verð að fá mér alvöru hýsingar forrit fyrir þessar myndir. Annars er þetta bara smjörþefurinn af þeim myndum sem ég tek.
Kveðja,
16:03
Já víst er myndasafnið og fjálglegar lýsingar af afrekum sumarsins tilkomumikið. Til mikillar fyrirmyndar og eftirbreytni verður að teljast þegar ungir og kappsfullir menn drýgja slíkar hetjudáðir að sigra sálina með þrautagöngum um háskalegt hálendi Íslands!
ENNNN... til minni eftirbreytni verðu að teljast alger uppskerubrestur hvað "tjellingarnar" varðar. Þetta er að verað spurning um að binda undir sig betri skóna og brúka "sjarmann" að meiri klókinum en hingað til. Dr. Phil er svo alltaf á Skjánum annað slagið með fínar lausnir! hehe
kv, Sigga stud.psych.
22:57
Skrifa ummæli
<< Home