þramm og þjark.

Ætli ég skelli mér ekki suður á fimmtudeginum svo ég hafi ráðrúm til þess að kaupa það sem upp á vantar. Við eigum bókaða gistingu í Höskuldarskála við Hrafntinnusker laugardagsnóttina, þannig að stefnt er að því að við verður ekki seinna en á hádegi í Landmannalaugum.
Reyndar kom babb í bátinn hjá mér á sunnudaginn þegar ég gekk á Kerlinguna (1536m) í Eyjarfirði, en þegar ég var á niðurleið fór ég að finna til í hægra hnénu, en það mun vera einhverjar bólgur í sinafestingum sem erum að hrjá mig. Vonandi verður það búið að jafna sig í vikunni.
Myndin er af síðuhaldara á toppi Kerlingar, séð niður í Eyjarfjörðinn. Áhugasam(ar/ir) geta nálgast fleiri myndir hér til hliðar.
2 Comments:
Duglegur ertu minn kæri Jón:)
11:36
Nei nei nei nei... hver á þennan stinna rass? Hahaha, greinilega þarf maður að fara að stunda þessar göngur með þér!
14:57
Skrifa ummæli
<< Home