...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

mánudagur, júní 12, 2006

Hraunsvatn

Eins og ég var búinn að einsetja mér í sumar þá hef ég unnið að því hörðum höndum að kynnast norðurlandi betur en mér hefur tekist hingað til.

Í vikunni þá settum við stefnuna á Hraunsvatn í Öxnadal, en það er staðsett í dalverpi í 492 metra hæð. Þess má geta að faðir Jónasar Hallgrímssonar drukknaði í fyrrnefndu vatni þegar skáldið var á barnsaldri.

Hraunsvatn er staðsett á alveg ótrúlega fallegum stað í skjóli hárra fjalla og ekki skemmir fyrir að vel sést til Hraundrangans sem gnæfir yfir Öxnadalnum.

Til að komast að vatninu þá er gengið frá bæ sem nú hýsir veitingastaðinn Halastjörnuna, en um 45 mínútna ganga er að vatninu. Gengið er yfir gróinn jökulruðning, létt og skemmtileg ganga. Sæmileg veiði er í vatninu, en það var einmitt einn að hvötunum fyrir ferðinni að reyna að bæta stöðuna í frystinum með vænni vatnableikju. Sá stóri lét sig ekki í þetta skiptið en stefnan er sett á aðra tilraun í vikunni, en meðan við biðum við stöngina þá dreyptum við að sjálfsögðu á kaffi og brjóstbirtu. Síðuhaldari eldaði síðan væna súpu þegar líða tók á daginn.

Myndin er af veiðifélögunum...

p.s. ég hef verið að spá í að koma mér upp myndasíðu, en með henni gætu síðugestir séð tilburði síðuhaldara í myndrænuformi. Getið þið mælt með einhverju ákveðnu forriti?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home