
Ég hef nú löngum haldið því fram, en nú er það staðfest. Óaðvitandi hef ég undanfarin ár verið að stunda mun heilbrigðara líferni en ég hef talið hingað til. Samkvæmt nýjustu rannsóknum, þá hefur það komið í ljós að ekki aðeins
kaffidrykkja, heldur einnig
áfengisneysla mín, hafi verið mér og öðrum til mikillar heilsubótar. Við svo búið mun ég taka á öllu mínu um helgina til þess að tryggja langlífi og ánægjuleg efri ár.
Ég vil enda þetta á tilvitnun í maðurinn í þröngu skyrtunni, sem var á fundi oddvita framboðanna í Reykjavík, sem sýnt var á NFS fimmtudaginn 25. maí
“Hér er greinilega framboð í leit af atkvæðum...”Bestu kveðjur
3 Comments:
Það hefur senilega ekki komið fram í þessari könnun hvaða áhrif neyslan hafði á lifrina!!:) En hvað um það!!:)
Skál fyrir mér
kveðja
Bree Van De Kamp ;)
18:48
hehe... ég hef reyndar lært það með árunum að svona greinar byrja alveg með frábærri fyrirsögn en síðan hallar á ógæfuhliðina þegar líður á lesturinn... Þannig að ég les aðeins fyrirsögnina og hætti svo...
En hvað um það, skál fyrir góðu kvöldi og með því að hafa kosið rétt...
19:21
Þetta er ansi töff framboð. Spurning um að hafa þetta slogan í þingkosningunum á næsta ári hjá Framsókn. "X-B í leit að atkvæðum"
09:19
Skrifa ummæli
<< Home