...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

föstudagur, maí 12, 2006

Annir í annarlok.

Nú er þessi önn á enda komin, og síðuhaldari byrjaður að vinna... byrjaður að vinna, á kannski ekki við þar sem ég hef verið að vinna nánast allt síðastliðið námsár. En ég fékk einmitt að halda þeirri vinnu í sumar. Reyndar ætla ég að reyna að eiga frí um helgar í sumar, en það yrði í fyrsta skiptið í fjöldamörg ár sem slíkt gerðist. Tilgangurinn með því er að ég ætla mér að vera ákaflega duglegur að ferðast í sumar, stefni á að leggja land undir fót, bæði innanlands og utan. Þar hef ég hugsað mér að klára að ganga á þá fáu fjallstoppa sem ég á eftir að stíga fæti á. Þar ber helst að nefna Herðubreið og Kaldbak fyrir vestan sem ég stefni á að klára í sumar, auk nokkurra jökultoppa.

Margt hefur drifið á daga Viðkunnanlegs síðan síðasta færsla var rituð. Eins og fram kom í síðustu færslu þá brá ég mér til fæðingarstaðar míns yfir páskana. Tilgangurinn var að bera hana ömmu mína Huldu Salóme Guðmundsdóttur til grafar, en hún átti 85 ár og 337 daga að baki.
Þar kom saman hin fjölmenna Úlfsár-fjölskylda sem telur 72 afkomendur Huldu og Veturliða G. Veturliðasonar, föðurforeldra mína.
Mér hlotnaðist sá heiður að fá að bera hana ömmu mína til grafar. Tel ég að virðingaverðara hlutverk sé vandfundið en að fá að bera ástvin síðasta spölinn.

Enda þetta á þessum skemmtilegu nótum í þetta skiptið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home