...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Dreifbýlisakstursferð frh.

Eins og greint var frá í síðustu tíðindafærslu var stefnan sett á höfuðból Vestfjarða þann 12. apríl. Háskaförinni var heitið til Ísafjarðar með einnar nætur stoppi í vígi Húsvísku Fjallageitarinnar sem staðsett er í Heydal í botni Mjóafjarðar við Ísafjarðardjúp. Þar þykir ákjósanlegt að brynna búk og bugaðri sál með hveravatni og áfengu ropvatni undir stjörnubjörtum næturhimninum. Við félagar létum ekki þar við sitja heldur grilluðum okkur þýskar kjötafurðir í líki karlamannskynfæra, eflaust fullar af dýraafurðum sem ekki seljast nema í slíku dulargervi.

Þegar á heimaslóðir var komið tók við stíf áfengisdrykkja sem stóð yfir í fjóra daga og fjórar nætur, má segja að mér hafi tekist að drekka eigin líkamsþyngd af gerjuðu brauði, en ég er ekki frá því að ég hafi slegið eitthvað met í þeim efnum, þ.e. ef húsráðandinn, stóreigna maðurinn og ný-Bolsévikinn P.Magnússon er undanskilinn.

p.s. þegar ég næ fullri andlegri getu þá reyni ég að klára ferðasöguna.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahahaha, ég var bara að fatta núna ca. 30 síðan ég las færsluna fyrst að þið höfðuð verið að borða pylsur!

18:01

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér ber að kommenta um að ekki var stoppað á "miðri" leið og kíkt á Tangann... hmm hmmm

18:11

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Andsk.. ég er alveg búinn að klúðra þessum vinskap. Þú verður náttúrulega farin á Bifröst á næstu helgi... eþaggi?

Annars verð ég að fara að halda matarboð fyrir ansi marga fljótlega, löngu búinn að tína mér í ráðstefnu undirbúningi og að huga að því að fara að læra...

20:38

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe.... júbb..mætt á Bifröst.
Annars ertu í svo hrikalega miklum plús eftir heimsóknina okkar að það helst leeeeeengi.... :)

08:29

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Sæl,

Já það var mjög gaman að fá ykkur vinkonurnar í heimsókn í sumar. Það eru enmitt svona atriði sem mér finnts ákaflega gaman að upplifa, þ.e. að hitta einhverja einstaklinga sem maður hefur ekki hitt lengi, eða bara alls ekki. Bjóða þeim í mat, enda síðan á rúllandi... og enda síðan sjálfur í sófanum vegna þess að ég asnaðist til þess að gefa frá þér svefnherbergið, svo gestirnir gætu nú fengið gistingu.

p.s. má nú reyndar til með að minnast á að húsráðandinn "sofnaði" í sófanum...

En hvað um það. Verið velkomnar aftur, hvenær sem er!!

Kveðja,

23:54

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Skrifað í "greinilegum lestri fyrir félagssálfræðipróf"!

- hamingjuóskir með afmælisdaginn -ekki amalegt að haldin sé heil ráðstefna þér til heiðurs, í tilefni dagsins enda ert þú á þeim aldrinum að unglingadrykkja er krítískt vandamál!!!!!!!!

we drink to that-
skál kveðja að handan, Sigga

08:19

 

Skrifa ummæli

<< Home