Ísknattleikni

Reyndar er það svo að ekki hef ég þessar 4360 mínútur til aflögu í augnablikinu vegna þess að ég er að reyna að sinna háskólanámi, vinnu fyrir einn kennara minn, setu í stjórn nemenda við félagsvísinda- og lagadeild, þar sem ég gegni formennsku, deildarfundarsetu fyrir hönd nemenda við félagsvísinda- og lagadeild, setu í nefnd um bættar fjárhagslegar áherslur deildarinnar, setu í stjórn Félagsbústaða sem reka stúdentagarðana við Háskólann á Akureyri, setu í undirbúningsnefnd ráðstefnu um vímuefnanotkun unglinga auk þess að sinna kynningarmálum fyrir félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.
Reyndar brá ég á það ráð að skella mér í ísknattleik á sunnudaginn var, til þess að hrista þessa óværu úr mér og tókst það með ágætum, en ég var orðin hitalaus á þriðjudegi.
Læt fylgja mynd af fríðum hóp sálfræðinema sem keppti innbyrðis í íshokkí "á" helginni sem leið.
8 Comments:
ekki gleyma að þú er líka í nefnd sem skipuleggja á næsta "hitting" ´77 árangsins í Hnífsdal og ísafirði. örrugglega mjög virk nefnd þar.
14:16
Glæsileg mynd af okkur afreksmönnunum í ísknattleikninni ;)
19:33
Öss! Hin liðin í Torino eru bara drasl!
09:38
Það munar ekki um öll setu-störfin.... :D
er þér ekki illt ??
19:33
Heil og sæl,
Hvernig fór ég að því að gleyma því að minnast á '77 nefndina + Benedorm '96 nefndina.
Annars hafa verið stöðug fundarhöld í '77 nefndinni, en það er fyrirhugað að hittast sumarið 2008.
22:09
Great site loved it alot, will come back and visit again.
»
13:47
Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»
13:48
Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»
14:51
Skrifa ummæli
<< Home