Gaumstol
Síðuhaldari átti ferð suður á land um helgina. Tilgangurinn var sá að koma félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri inn í huga ungmenna sem hyggja á háskólanám. Ferðin tókst með ágætum og var upplýsinga þörf íslenskra ungmenna óþrjótandi en ég var fulltrúi sálfræðiskorar.
Ein af þeim spurningum sem ég þurfti í sífellu að svara var um þær tegundir sem sálfræði greinist upp í eftir B.A gráðu. Læt hér fylgja með þá upptalningu:- Atferlisgreining (e. behavioral analysis)
- Afbrigðasálfræði, klínísk sálfræði og ráðgjafarsálfræði (e. abnormal psychology, clinical psychology, counseling psychology)
- Félagssálfræði (e. social psychology)
- Heilsusálfræði (e. health psychology)
- Hugræn sálfræði (e. cognitive psychology)
- Lífeðlisleg eða líffræðileg sálfræði (e. physiological psychology, biological psychology)
- Mannþáttafræði (e. human factors psychology)
- Persónuleikasálfræði (e. personality psychology)
- Réttarsálfræði (e. forensic psychology)
- Skólasálfræði og menntasálfræði (e. school psychology, educational psychology)
- Skynjunarsálfræði (e. sensation and perception psychology)
- Taugasálfræði (e. neuropsychology)
- Tilraunasálfræði (e. experimental psychology)
- Vinnu- og skipulagssálfræði (e. organizational and industrial psychology, I/O psychology, occupational psychology)
- Þroskasálfræði (e. developmental psychology)
- Þróunarsálfræði (e. evolutionary psychology)
Ég læt fylgja með mynd sem einstaklingur með gaumstolaeinkenni teiknaði, en gaumstol verður oftast vegna skemmda í hægra heilahveli. Það eru taugasálfræðingar sem leggja stund á rannsóknir á einstaklinum sem hlotið hafa heilaskaða Þeir einstaklingar sem bera þau einkenni virðast oft ekki veita vinstri hluta fyrirmyndarinnar nokkurn gaum.
3 Comments:
Gaman að fá að hitta þig um helgina... hefðum þurft að kíkja á ykkur á djamminu... enívei.. þar til næst :)
08:12
Vá! Nú skil ég hvers vegna þú varst alltaf svona lengi á "spjallinu" við "næstumútskrifaðar" yngismeyjar...
08:54
Sælar,
Sömuleiðis Aldís, ég efa ekki að þú hafir rústað Bifróvisioninu. Við verðum bara að fara að plana næstu "verslunarmannahelgi".
Já Vigdís, ég er þess fullviss að félagsvísinda- og lagadeildin verður yfirfull af föngulegum meyjum í haust. Kannski ykkur Guðbjörtu hafi tekist að tæla einn og einn karlmann hingað norður í nám.
Jæja ég verð víst að fara að koma mér að því að læra. Þarf að fara að reyna að greina úr þessum möguleikum áður en ég útskrifast...
10:16
Skrifa ummæli
<< Home