...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, janúar 24, 2006

Pungar og pjásur

Sökum gífurlegs álags á “comment” kerfið hjá viðkunnanlegum síðustu misserin, þá sér hann sér ekki annað fært en að létta á því með nýrri tíðindafærslu.

Jæja nú er vertíð súrra punga og brennivíns runnin upp. Fyrstu pungarnir hafa þegar runnið um kverkar Viðkunnanlegs og ekki hægt að kvarta yfir því. Enda telur síðuhaldari að súr kynfæri hinnar íslensu sauðkindar sér allra meina bót. Ekki er hákarlinn síðri í matgæðum, enda eru það engin rök þótt sá fiskur geti ekki losað þvag, en það er einmitt galdurinn á bakvið hinum guðdómlega ilm sem leggur öllu jöfnu upp úr þorrabakkanum.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég legg þá til að við förum saman eftir skóla á föstudaginn og kíkjum við í litla hákarlaskúrnum á móti Glerártorgi og fáum okkur bita af fisk sem losar ekki þvag.

19:42

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Já það jafnast fátt á við hákarlinn góða!
Annars er ég búinn að vera á vappi um bæinn að skoða ofan í súrkúta, spurning um að vera með þorrablót við tækifæri...

20:47

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það væri afbragðsgóð hugmynd! Tel samt að við yrðum bara tvö þar sem mig minnir að enginn af okkar vinum leggur sér þorramat til munns.

08:45

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nú sárnar mér Vigdís. Dálæti mitt á súrum kynfærum og kindaandlitum er víðfrægt. Þetta árið hlotnast mér meira að segja sá heiður að stýra blóti brottfluttra bolvíkinga um aðra helgi.

10:39

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Aukinheldur. Þeir Íslendingar sem fúlsa við þorramat teljast til cocoa-puffs kynslóðarinnar í mínum huga.

11:11

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Nú erum við að tala saman...

Enda hef ég ekkert nema gott heyrt af þeim afurðum sem borin verða á borð fyrir sanna íslendinga í ár, en þar ber helst að nefna að þvalir pungar og súrar kindapíkur eru víst algert lostæti í ár!

Ég legg til að við reynum að skrapa saman einhverju af þessum guðaveigum og innbyrgða við tækifæri.

11:37

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Brennivín er fyrir eymingja. 2ja mánaða gömul kæst nýmjólk er algert skilyrði fyrir að skola niður lambahálskirtlum og súrum hrútsendaþörmum.

17:24

 

Skrifa ummæli

<< Home