Heyanna þankar.

En hvað gerir maður þegar ný önn hefst? Maður fer náttúrulega að huga að því hvað maður eigi að gera þegar henni lýkur, en hugmyndirnar hafa verið að streyma um vit Viðkunnanlegs undanfarið. T.d. hef ég verið að skoða gönguferðir um Tatrafjöllunum í Slóvakíu, en þar myndi maður geta spókað sig í töluverðri hæð yfir sjávarmáli í austari hluta Alpafjalla. Eina sem gæti komið í veg fyrir að síðuhaldari gæti hrint þessari hugmynd í framkvæmd er vinnufyrirkomulag næsta sumars, en honum hefur verið boðinn vinna bæði fyrir sunnan og hér fyrir norðan. En þess má geta að steypubílaakstur er ekki á dagskrá Viðkunnanlegs næsta sumars!
p.s. læt fylgja með mynd af tásum Viðkunnanlegs í Ordesa þjóðgarðinum á norður Spáni frá því 2005. En eins og glöggir lesendur ættu að hafa tekið eftir þá hefur áður birst mynd af síðuhaldara berum að ofan, en nú er hringnum lokað með því að birta mynd af honum berum að neðan...
4 Comments:
Einkar glæsilega tásur verð ég að segja.
08:30
Já ég var nú meira að dást af þessum steinum, mjög flott... tala nú ekki um vatnið .... ;)
16:28
I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»
13:31
Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»
13:48
Skrifa ummæli
<< Home