...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Viðkunnanlegur með puttann á púlsinum.

Sjónvarpsáhorfendur urðu vitni að rússnesku klámi í stað kvöldfréttanna.

Sjónvarpsáhorfendum í Kailaras á Indlandi brá heldur betur í brún þegar þeir ætluðu sér að horfa á kvöldfréttir líkt og vanalega í sjónvarpinu, því í stað fréttatímans var áhorfendum boðið upp á rússneska klámmynd.
Bálreiðir áhorfendur, sem ætluðu sér að horfa á fréttaþáttinn sem er á ensku, kenna tæknimönnum endurvarpsstöðvar sjónvarpsstöðvarinnar um mistökin. Þykjast þeir vera vissir um það að tæknimennirnir hafi verið að nýta sér aðstæður til þess að horfa á klámmyndir frá Rússlandi.
Hundruð bálreiðra íbúa þustu á götur borgarinnar í mótmælaskyni og kröfðust þeir uppsagnar tæknimannanna.
Man Singh Verma, yfirmaður sjónvarpsstöðvarinnar, sagði að rannsókn hafi leitt í ljós að starfsmenn endurvarpstöðvarinnar hafi verið að senda út klámmyndir frá rússneskri stöð í stað fréttatímans, frá indversku sjónvarpsstöðinni DD-1. Hann sagði að gripið yrði til viðeigandi ráðstafana vegna atviksins.

1 Comments:

Blogger Tóta Víkings sagði...

Gaman væri að rannsaka hverjir það voru sem kvörtuðu. Þori að veðja að það voru bara einhleypir...og þeir sem ekki eiga búfénað:-s

12:19

 

Skrifa ummæli

<< Home