...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

fimmtudagur, október 13, 2005

Illur beygur í buguðum belli.

Jæja þá eru þrjú próf búin á sjö dögum og hefur Viðkunnanlegur verið leiddur eins og lamb til slátrunar oftar en einu sinni. En á meðfylgjandi mynd þá má sjá þann bás sem notast hefur verið við að miðla fóðri til haustlambsins.
En þegar Viðkunnanlegur hefur gengið inn í hverja slátrunina á fætur annarri þá hefur sú hugsun skotið upp kollinum hvort ekki hefði verið viturlegra að hafa skráð sig í Bachelorinn frekar en HA.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já þetta er hið ágætasta hreiður þarna hjá þér og gott er að sitja í þessum sófa þínum með bækur í hönd og ferðast um strönd og lönd. Það er samt spurning hvort það að skrá sig í Bachelorinn hefði gefið þér eins mikið og það að hafa skráð þig í HA. Þú ættir t.d. ekki þetta hreiður og svo mætti lengi telja ;)

10:32

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Á þá ekki að verðlauna sig um helgina og kíkja út á smá djamm eftir svona mikinn lestur ;o)

12:47

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

...ekki vitlaus hugmynd, en ég geri ráð fyrir að fara bara á café Klettastíg, þar sem DJ-Viðkunnanlegur mun þeyta skífum.

13:08

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

...en þess má geta að Café Klettastígur bíður upp á gúrmee uppáhellingar í reyklausu húsnæði, eða svo lengi sem staðarhaldara séu ekki færðir eðal vindlar...

16:39

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvaða hvaða vitleysa er þetta :o)

18:27

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

hehe... þakka þér fyrir að skýra þetta fyrir mér kæra vinkona.
Nú get ég haldið áfram á þeirri braut sem ég hef sett mér, án þess að efast um hvort mín hefði beðið frægð og frami á Bachelor-num.

11:38

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

p.s. ég drakk hvítvínið þitt í gærkvöldi...

17:36

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ber mér að skilja það sem svo, að húsráðandinn á Café Klettastíg hafi innbyrgt hvítvín kvensniftar án þess að kynlíf hafi verið í spilinu? Ég er hneykslaður, og harma það, að saklaust hvítvínið, leynivopn okkar piparsveinana, skuli vera flækt í slíkt soramál.

18:36

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

...ég var einungis að framfylgja þeirri reglu að allt vín sem skilið er eftir í annarra manna híbýlum skal látið ósnert, þangað til helgin eftir gengur í garð.
En húsráðandi hafði heyrt þess getið að eigandi vínsins ætlaði að vitja þess innan tíðar.

19:08

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Alltaf hressandi að lesa bloggið þitt minn kæri! Ég verst ekki brosi í hvert sinn er ég lít hingað inn...hehehe! Gangi þér vel á menntabrautinni, þú getur þetta vel, það er enginn efi í mínum huga :)

Kveðjur frá Írlandi,
Elín Smára.

18:46

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

...ég þakka fyrir falleg orð í minn garð kæra vinkona. En pistlar þínir af írsku mennta- og atvinnulífi eru búnir að vera guðs gjöf inn í skammdegið hér á fróni.

22:06

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»

15:11

 

Skrifa ummæli

<< Home