...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Minkurinn mættur í hænsnakofann.

Já, nú er viðkunnanlegur mættur á norðurlandið eftir að hafa þreytt göngur um fjallahéruð norður spánar í tæpar tvær vikur. Tókst viðkunnanlegum að drösla sér upp í 2650m hæð, en hæðar metið stóð áður í 1536m eftir að Kerlingin í eyjafirðinum var sigruð fyrr í sumar. Samkvæmt því ætti að ganga erfiðlega að slá hæðar metið hér á landi þar sem okkar ástkæri hnjúkur hefur snar minnkað í fjarveru minni frá landi og lýð. En hann mælist nú ekki nema 2110m.

Viðkunnanlegur hefur hug á að birta valda kafla úr ferðasögu sinni og Guðmundar, þegar særðar hásinar, bólgnir ökklar og blöðrur á hælum og iljum ná sinni fyrri mynd.

6 Comments:

Blogger Tóta Víkings sagði...

Vá, geðveikt flott mynd! Ég þarf að fara að koma í kaffi og skoða myndir og heyra ferðasögu!

10:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Velkominn til baka! Og sammála... ótrúlega flott mynd.

10:37

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

já allir velkomnir í klettastíginn, hvort sú heimsókn sé til þess að skoða myndir eða drekka kaffi, eða bæði. En ég tók endalaust af myndum, fæstar af mér samt, ef það skiptir e-h máli....hehe

p.s. Þórunn, ég er búinn að búa um spænsku fegurðardrottninguna, þannig að það er bannað að klikka á þessu...

12:36

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

14:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

15:11

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

15:14

 

Skrifa ummæli

<< Home