...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

föstudagur, mars 07, 2008

Fiðrildavika...

Síðuhaldari hefur á undanförnum vikum velt vöngum yfir þeirri upplifun eða reynslu sem einstaklingar hafa löngum látið uppi um að fá fiðrildi í magann. Ekki hefur slíkt hent síðuhaldar svo hann hafi orðið var við, enda liggur það ekki ljóst fyrir hvernig slíkt getur komið fyrir. Þeir takmörkuðu vitsmunir sem síðuhaldari hefur yfir að búa, hafa undanfarið reynt að brjóta það til mergjar hverslags hægðir slíkir einstaklingar hafi sem í sífellu eru að fá fiðrildi í meltingarfærin. Nú er það svo að görn og endaþarmur síðuhaldar er ekki í stakkbúinn að ráða við fiðrildasaurlosun, þannig betra er að vænta þess að slíkt komi ekki fyrir undirritaðan á næstu misserum. Vert er að vara lesendur við einkennilegum atburð sem nú stendur yfir í höfuðstað landsbúa, ef reyna á að koma á í veg fyrir áðurnefnd óþægindi.

e.s. Læt fylgja með eina mynd frá síðustu helgi, þar sem skundað var upp á Móskarðhnjúka... engin fiðrildi þar...

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Æi, ég hálf vorkenni þér að hafa aldrei fengið fiðrildi í magann, ég er nokkuð viss um að það er ekki bara bundið við konur. Ég hef oft fengið fiðrildi í magann. Það er hrikalega skemmtilegt og frábær tilfinning, kannski þú hafir ollið henni einhver tímann.

Og þar sem þú virðist vera mjög svo upptekinn af hægðum get ég sagt þér að fiðrildin hafa ekki áhrif á þær :)

23:03

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæll og blessaður, Jón, einhleypur á þrítugsaldri!!!!!! common
hvað ert þú að tala um að hafa ekki fengið fiðrildi ? þú sem ert upp umm fjöll og fiðrildi flesta þína frídaga ????????? hvað með síðustu mynd ? ha,!

23:22

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

hehe... já ég er enn á pissa og kúka skeiðinu, virðist seint ætla að þroskast af mér.

23:24

 

Skrifa ummæli

<< Home