...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

mánudagur, janúar 14, 2008

Sússí

Fyrir ekki svo löngu síðan þá gerðum við félagarnir okkur dagamun og skelltum okkur á nýmóðins veitingastað í miðborg Reykjavíkur. Þegar inn á staðinn var komið, blasti við síðuhaldara aðstaða ekki ósvipuð þeirri sem ferðalöngum er boðið uppá þegar beðið er eftir farangri á Reykjavíkurflugvelli. Reyndar var færibandið í smækkaðri mynd, og í stað farangur var eitthvað óeldað puttafæði borið fram á mislitum diskum. Þrátt fyrir að kokkurinn hafi ákveðið að henda þessu hráu fram, reyndist þetta hin besta fæða, en fyrir áhugasaman þá fer ekki tvennum sögum af hægðum síðuhaldara eftir þessa reynslu.

Ath. Myndin er ekki af vettvangi...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Tíhíhíhí

12:01

 

Skrifa ummæli

<< Home