...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Áramótaheit

Jæja þá er skólinn hafinn að nýju, en honum fylgir öllu jöfnu tíðari skrif á rafræna tilverustigið mitt. Þessum skrifum stefni ég nú á að halda til streitu, minnsta kosti fram á vorið, en enginn er spámaður í eigin föðurlandi.

Eins og flestir samlandar þá byrjar maður árið á því að setja sér óraunhæf markmið, sem að vanda eru ákveðin undir vafasömum kringumstæðum sökum mikillar ölvunar. Einnig ríkir ákveðin bjartsýni í að mökunartilburðir síðustu ára kl:02:45 fari nú loks að skila sér í auknum tilraunum til undaneldis, en samblanda af þessu ræður yfirleitt þeim heitum sem strengd eru í upphafi nýs árs.

Læt þetta nægja í bili...

Kveðja,

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

og á ekkert að deila með manni áramótaheitunum sem þú settir þér?

15:35

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Velkominn "aftur" í netheima... þinnar kímni var sárt saknað... bannað að taka annað frí .. hehe

08:11

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sú vitneskja næstum mér ríður á slig,
ég get ekki látið það bíða.
Því Jón hefur heitið að raka sig,
þegar (ef) hann fær að ríða.

14:09

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Í öngstræti er því strákurinn sá,
og skeggið á við Kárahnjúka.
Og ef kvenmann hann ætlar í sér að ná,
þarf skeggið að fara að fjúka.

14:24

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tel mig hafa lagt mitt af mörkum til að koma þér til konu. Vona að síðustu tilraunir mínar hafi skilað einhverju..... kv. stóra systir

14:53

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Rökum þeim er styðja vöxt hormott’unnar,
fækkar dag frá degi.
Því áratuga mökunartilburðir í sandinn eru runnar,
Þó mun það vera svo að aldrei aldrei ég segi.

15:04

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

"Sigurbjörn Bárðar" heitir hann,
og er konungur hestamanna,
með skegg sitt rautt hann sýna kann,
hvernig á að sleikj'anna.

15:33

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

loðinn og langt leiddur
fúlsar við honum daman
ef til vill á endanum neyddur
til að fá sér kantskurð í framan

Rakaðu strýið þitt hrjúfa
rauðbrúnan hýjungin burt
Ég kaðólska heiminn skal kljúfa
...æiii andskotans kveðskapskjaftæði!!

15:42

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Heheh Snillingar, velkomin í bloggheiminn aftur. Nýtt áramótaheit er sem sagt að detta oftar íða..? Kæra stóra systir engin Barcelonaferð plönuð ;)

01:15

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehehe!!! Skemmtileg síða og frábærar myndir. Endilega haltu áfram... stóra 30 í ár!!! Ég man náttla alltaf hvenær þú átt afmæli. En einn af okkur með þennan frábæra afmælisdag féll 30.des sl. Það var hann Saddam Hussein. Honum var bara lógað í beinni útsendingu!! how about that!!! Rosalega er þetta skrítinn heimur. En endilega haltu áfram. Kær kveðja Sunneva

13:46

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kankvís kænskufullur drengur
klár og kíminn stundum.
Um hann miðjann hinn stóri strengur
er svíkur hann á ástarfundum.

Höfuðlagið hlýtt og hrjúft
hlendið og þarf þá nostur.
Fádæma er það furðu ljúft
er lyktar forhúðarostur.

22:20

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er klárt! Við gefum út ljóðabók í lok árs!

"Jón Smári Jónsson" eftir Trausta Salvar

...hljómar vel!

10:19

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Sáttur seint síðuhaldari yrði,
ef Traustið móðinn myndi mala.
Ef í Ljóðaformi lífsins verkum hann kyrji,
því eigi veit ég um hvað hann er að tala.

16:42

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

það vill svo til að margir karlmenn safna skeggi yfir háveturinn en neinei höldum okkur við skáldagleðina.
Hvað er þetta Jóns Smári fékkstu enga bændastelpu í skóinn á Hvanneyri

18:22

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kvígurnar á Hvanneyri,
þær stynja lítið núna.
Jón er maður að meiri,
en að eltast við einhverja kúna.

Hann sinnir því sem sinna þarf,
sem er Attenborough safnið.
Sem vikum skiptir fer í hvarf,
og dásamar Davíðs nafnið.

Því er afar mikilvægt,
að detta stundum í það.
Ef á annað borð er hægt,
að kom´onum af stað.

Ef ber það upp á föstudag,
má fastlega við því búast.
Að á hádegi á laugardag,
fer höfuð hans að snúast.

Þá þýðir það nú aðeins eitt,
hann heldur sig heima í bedda.
Í stað þess á Amour að komast í feitt,
heltekur hann heimagreddan.

17:15

 

Skrifa ummæli

<< Home