...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

miðvikudagur, október 25, 2006

Reisn hjá Kviðmágum

Kviðmágaklúbburinn verður endurvakinn á föstudaginn næstkomandi, þegar félagsmenn munu spyrna sólum í svörðinn og hefja lóðalyftingar af kappi. Svitabönd, hitakrem og apaskinnsgallar verða brúkaðir sem aldrei fyrr.

Þó svo að starfsemi klúbbsins hafi ekki verið upp á borðum sveitunga norðanheiða undanfarna mánuði, hafa félagsmenn nýtt þann tíma sem liðinn er frá síðasta félagsfundi og styrkt innviði starfsins til muna.

Til að leiðbeina kumpánum hefur verið leitað á náðir ónefnds fjölriðils í bænum til þess að miðla af reynslu sinni í vaxtarmótun og olíuburði.

Gera má sér grillur að með fyrrnefndi átaki sé ákveðin hætta á að síðuhaldari fari að bera á sig krem, losa þvag í fósturstellingunni og skeina sig eftir viðrekstur.

Eftir að síðuhaldari byrjar í ræktinni, er aldrei að vita nema nokkrir tímar verði teknir í hommagrillinu, og eftir það verð ég eins og innfæddur!!


Kveðja,

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061025/IDROTTIR03/61025110/1073

03:04

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott að hringvöðarofið komi ekki í veg fyrir líkamshreyfingu af hálfu Viðkunnalegs.

14:13

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Innsti hringur kviðmága komst yfir ótæpilegt magn af rússnesku eldvatni á Raufarhöfn á dögunum. Frestast því allt skipulagt útstreymi lýsis um svitaholur, fram yfir helgi. Formalínbræður munu boða til blaðamannafundar að fyrstu æfingu lokinni.

18:14

 

Skrifa ummæli

<< Home