...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Arkað af ákefð.

“Sumarið er tíminn”... Þessi einföldu orð Bubba hef ég haft að leiðarljósi í ferðum mínum um land og lýð. Hef ég komið víða við og er hvergi nærri hættur, þ.e. ef ég á að hafa þrek í loka ár mitt í Háskólanum á Akureyri.

Á liðnu sumri hef ég gengið á fjölda fjalla auk þess að hafa farið um Vestfirðina og Norðurlandið, en einnig stoppaði ég stutt í Landmannalaugum og gekk um nágrenni lauganna og gisti í nærliggjandi skálum. Reyndar mun ég og mágur minn mæta innan tíðar í Landmannalaugarnar og spyrna sólum í hraunfláka og taka stefnuna í átt að Þórsmörk.

Eftir að slitnir skósólar og þreyttir leggir leggja upp laupana á grónum gresjum Þórsmerkur, mun ég taka ákvörðun um hvort ég þreyti einnig þá raun að ganga að Skógum, yfir Fimmvörðuhálsinn... sjáum til, en við munum leggja upp þann 22. júlí.

Herðubreið um helgina...

Myndin er tekin í undraveröldinni í Vogunum í Mývatnssveit sem ég heimsótti um síðustu helgi.

7 Comments:

Blogger Dagný Rut sagði...

Djöf.. dugnaður! Hversu mörgum % er lokið af listanum góða er ritaður var í upphafi sumars? Ég held að ég þurfi að gera svona lista fyrir næsta sumar! Virðist virka þrælvel.

23:21

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Sæl sæl,

Það var mikið að einhver tók sig til og "comment-aði" hjá mér.

Sá listi sem ég setti upp í byrjun reyndist ekki nándar því ekki nærri ýtarlegur hjá mér, verð að bæta úr því í næstu færslu.

Þau atriði sem ég hef lokið við á upphaflegum lista eru nú ekki mörg, en þó hefur mér tekist að ljúka 33% af honum. Ég tíunda þau atriði sem ég hef lokið hér að neðan, auk ferða sem ég hef skellt mér í.

-Ganga á milli Þórsmerkur og Landmannalauga
-Fara aftur í Vogagjána
-Ganga á Vindbelgsfjall
-Ferðast um norðurland
-Ferðast um Vestfirði
-Fara í útilegur
-O.fl... í þessari "kadegoríu" þá hefur fallið:
-Fara í Landmannalaugar og ganga um nágrenni þeirra
-Gengið og gist við Hrafntinnusker
-Ganga á Bláhnjúk
-Ganga á Súlur
-Ganga á Kerlingu
-Skoðað Landmannahelli
-Veitt í Hraunsvatni, Þverbrekkuvatni, frostastaðarvatni, Ljótapolli, Dómadalsvatni og Loðmundarvatni.

...og þá held ég að það sé komið.

00:50

 
Blogger Milla sagði...

Flottar myndir á Speisinu þínu :) greinilega búið að vera bjútiful sumar :)

14:33

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott að vita að þú gerir eitthvað af ákefð...

08:51

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

hehe... fyndið... enn þá fyndnara að þetta "comment" hafi komið klukkan 08:51...

Annars gengur þetta ekki, ég verð að fara að bjóða ykkur hjónakornum í mat fljótlega.

Kveðja,

10:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það á nú eftir að lenda á þér að drözzla kallinum á herðum þér einhverja 50+ kílómetra um hálendi Íslands.

12:37

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað get ég sagt. Ég gat bara ekki setið á mér með þetta innslag.
En já, ég er til í mat, endilega. En leiðinlegt að hafa ekki hitt á kallinn undanfarið - það er bara vinna vinna vinna.

17:20

 

Skrifa ummæli

<< Home