...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

miðvikudagur, maí 24, 2006

Tjérlingar vs. Kerlingar

Það fer alltaf sæluhrollur um mig þegar það kemur að hinu stórgóða og árlega sjónvarpsefni “Fegurðardrottning Íslands.” Ekki eru það einungis sundfatnaðarmátun þátttakenda sem vekur upp áhuga minn, heldur er það sá pirringur sem þessi keppni veldur íslenskum femínistum. Það er ekki fyrr búið að tilkynna þátttakendur, þegar fyrsta ályktun femínista kemur fram. Þær byggja oftast á skaðsemi þess að raka á sér fótleggina og armkrika, en það hefur löngum verið helsta baráttumáli þessa hagsmunasamtaka að banna Lady Shave vörur með öllum tiltækum ráðum.

Myndin sem fylgir með að þessu sinni er ekki nærmynd úr armkrika íslensks femínista, heldur af harðfiskhjalli á Hjalteyri.

2 Comments:

Blogger Dagný Rut sagði...

Sem femínisti tel ég enga sérstaka skaðsemi af því að raka á sér armkrikana.. geri það meira að segja nokk reglulega! Það er þó það sem slíkar keppnir standa fyrir! Í mjög svo stuttu máli vil ég meina að það eigi enginn að geta setið á rass***** horft á keppendur spranga um á háum hælum, með vaselín á tönnum og bikiní og sagt: þú ert falleg, æi ekki þú, þú ert ágæt... Þetta er bara fólk eins og ég og þú - uppfullt af kreddulegum samfélagshugmyndum um staðlaða ímynd fegurðarinnar. Það er ekki farið eftir neinum stöðlum heldur einungis huglægu mati dómara!! Hvernig er hægt að keppa í einhverju þar sem engir fyrirfram gefnir staðlar eru.. við hvað ertu að keppa?

00:48

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

hehe... láttu ekki svona, þetta eru háalvarlegar keppnir þar sem keppendur hafa lagt á sig ómælt erfiði með að stunda ljósabekki og skankarakstur svo mánuðum skiptir. Einnig ber að benda á erfiði þess að standa í fæturna í svo háhæluðum sandölum sem raun ber vitni, og glögglega kom fram í gær þegar fyrrverandi titilhafi skutlaði sér á andlitið í miðri krýningu.

22:16

 

Skrifa ummæli

<< Home