...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

þriðjudagur, mars 07, 2006

Er Guð kona?

Nemendur við Háskólann á Akureyri fögnuðu sinni árlegu hátíð um síðastliðna helgi. Tel ég að kvöldið hafi heppnast með afbrigðum vel, en ómælt magn áfengis var innbyrgt þar á skömmum tíma.

Kvöldið byrjaði með for-fordrykk hjá meistara Jakob, en það má með sanni segja að þar hafi drög verið lögð að vel heppnuðu kvöldi.

Á árshátíðinni voru lögð rök fyrir því að Guð væri karlmaður en ekki kvenmaður. Rökin voru á þá leið að ef Guð væri kona, þá væri Eva (samanber í Adam og Eva) dóttir Guðs. Ef Eva myndi ná sér í karlmann (væntanlega bróður sinn) þá væri Guð tengdamamma hans. Þannig að ég tel að það sé alveg á hreinu hjá flestum að enginn vilji að tengdamamma sín sé Guð.

Ef einhver vill rengja rökin þá er það alveg sjálfsagt.

p.s. ég læt fylgja með mynd frá kvöldinu, en glöggir ættu að sjá síðuhaldara inn á milli þeirra glæsimenna og kvenna sem prýða myndina.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Guði sé lof að ég missti af þessum rökræðum!

10:30

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

einföld rök til að útkljá málið eru þau að jesú sagði alltaf guð faðir minn en ekki guð mamma mín!!!!! þar hafiði þið það rauðsokkur!!!!!!

13:35

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Kviss bamm búmm...

Einnig eru það svo sterk rök að tengdamæður séu ekki guðir, að ég tel að það sé aðeins á óðsmanns færi að reyna að hrekja slíkar fullyrðingar.

En hvað veit maður hvað afhommunarsinnar taka upp á að framkvæma næst!

13:55

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

nú var tengdapabbi Monicu í Friends ljóshærður kvenmaður í dragsiðum kjól og ekki var henni meint af enda var hún illa meint fyrir...heheh

14:56

 

Skrifa ummæli

<< Home