...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

mánudagur, febrúar 06, 2006

Fjölskyldufimbulfamb

Í vikunni bárust þau boð að sunnan frá vígi fjölskyldunnar að allir kosningabærir einstaklingar, tvo ættliði aftur, ættu að flytja lögheimili sitt vestur til upprunans, nánar tiltekið til Ísafjarðarbæjar. En frumburður föður okkar hefur slegið sig til riddara og stefnir á framboð fyrir Samfylkinguna.
Fjölskyldufaðirinn telur það skyldu allra blóðtengdra fjölskyldumeðlima að styðja við þennan frambærilegasta einstakling sem Samfylkingin hefur alið af sér (en síðuhaldari hefur nú þegar við skrif á þessum pistli, krossað sig tvisvar fyrir að hafa nefnd þessa pólitísku hreyfingu svo oft sem ber á nafn). En þess má geta að síðuhaldari hefur ekki verið þekktur fyrir sósíalískan þankagang.

Vill nú “litli” bróðir óska systur sinni að sjálfsögðu alls hins besta í komandi sveitastjórnarkosningum, þó svo að stóra systir ætli í pólitískt framboð með sósíalískum brag.

En til að vega upp þessa umræðu þá læt ég meðfylgjandi krækju fylgja með.

10 Comments:

Blogger Meðstjórnandinn sagði...

óska henni systur þinni góðs gengis :)

23:20

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er voðalegt! Megi Guð veita fjölskyldu þinni styrk á þessum erfiðu tímum.

12:46

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hjartnæmar samúðaróskir frá Tröllagili 29

21:56

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hamingju óskir frá Drekagilinu, ánægð með þessa fjölskyldu þína :)

23:20

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það eru bjartir tímar framundan í Ísafjarðarbæ þegar við jafnaðarmenn náum aftur völdum. Vona að þetta frjálshyggju dæmi eldist sem fyrst af þér elsku bróðir - mundu manngildi ofar auðgildi. Þegar þú sérð ljósið munum við í Samfylkingunni taka á móti þér opnum örmum - því öllum geta orðið á mistök.

Kveðja, stóra systir

15:36

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Sæl kæra systir,

Ég stend að sjálfsögðu heilshugar á bakvið þig í komandi kjöri og gangi þér sem allra best.

Veit ég að þú munt bæta upp hið pólitíska stefnuleysi sem einkennt hefur þessa hreyfingu. Einnig vonast ég eftir því að þú setjir pólitískan popularism-a samfylkingarinnar til hliðar og takir ekki þátt í þeirri dylgjupólitík sem viðgengist annars í þeirri ágætu hreyfingu.

Bestu kveðjur,

23:05

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það fréttist af fjögurra ára stúlku í Mosfellsbænum sem kom til fóstrunnar sinnar, sem er Samfylkingarkona mikil, og sagði:

– Kisan mín eignaðist fjóra kettlinga í nótt og þeir eru allir í Samfylkingunni.

Fóstrunni þótti þetta hið besta mál og sagði við telpuna:
– Heyrðu vina mín, hún Ingibjörg Sólrún ætlar að heimsækja okkur í næstu viku. Viltu ekki segja henni þessa fallegu sögu?

Þegar Ingibjörg var komin í hús, í vikunni þar á eftir, var stúlkan munstruð fram með krúttlegu kisusöguna. Hún leit á Ingibjörgu og sagði:

– Kisan mín eignaðist fjóra kettlinga í nótt og þeir eru allir Sjálfstæðismenn.

Fóstrunni brá dálítið og spurði stelpuna hvort hún segði rétt frá - kettlingarnir hefðu verið í Samfylkingunni fyrir viku síðan. Stelpan svaraði:

– Jú - en í dag opnuðu þeir augun…

11:28

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

hehe...

Ef Ingibjörg hefði tekið Björk Vilhelmsdóttur með sér, væru kettlingarnir stoltir meðlimir í frjálshyggjufélaginu núna.

23:30

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

You have been clocked - kíktu á síðuna mína

21:57

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»

14:48

 

Skrifa ummæli

<< Home