Kynjahlutföll í sjónvarpinu
Viðkunnanlegur heyrði frétt þess efnis um daginn að það hallaði verulega á hlutfall kvenna í fjölmiðlum.
Karlar eru mun meira áberandi í fjölmiðlum en konur. Svipuð kynjahlutföll eru í fréttum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum en það hallar verulega á hlut kvenna. Hlutfall karla í fjölmiðlum er á bilinu 65-80% á móti 20-35% kvenna en hlutfallið breytist lítillega eftir því hvort um er að ræða auglýsingar, fréttir, fréttatengda þætti eða sjónvarpsþætti. Þetta kom fram á málþingi á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og menntamálaráðuneytisins sem haldið var í Háskóla Íslands í dag.
Eftir að hafa heyrt þessa frétt þá ákvað Viðkunnanlegur að ráðast í smá rannsókn á fyrirbærinu, en hann taldi að engin stoð væri fyrir þessum fullyrðingum.
Framkvæmt:
Nr:1 Horft á næturrásina á sýn
Nr:2 Flakkað um á netinu
Nr:3 Ýmis tímarit skoðuð
Niðurstaða:
Nr:1 Kvenmenn í miklum meirihluta
Nr:2 Kvenmenn í miklum meirihluta
Nr:3 Kvenmenn í miklum meirihluta
Viðkunnanlegur vill þá koma því hér á framfæri að eftir nákvæmar rannsóknir á fullyrðingunum hér að fram að ekkert sé til í því að halli á hlut kvenna í hinum fjölmörgu miðlum sem í boði eru.
11 Comments:
Skrýtið að það skuli vera meira af kvenfólki á næturrásinni á sýn!!!
;)
16:48
Ég rak í rogastans af þeim mikla meirihluta sem kvenmenn virðast vera ráðandi í þeim miðlum sem ég lagðist í að kynna mér betur. Get þó ekki sagt að ég kvarti yfir þessum hlutföllum.
03:55
Vafraði fyrir tilviljun inn á þessa síðu, verð þér að segja að þetta er mesta bull í heimi. Ekki eru karlmenn að væla undan að það séu miklu fleiri búðir ætlaðar kvennmönnum heldur körlum. Hlutfall kvenna í sjónvarpi!!! Hverjum er ekki skítsama um það???
Sá sem vill í raun jafnrétti myndi ekki spá í svona vitleysu heldur beina vinnu sinni í farveg sem skiptir máli, þessar dömur eru búnar að skjóta langt út fyrir markið með þessari vitleysu sinni!!!!
19:41
Komdu sæl Fjóla, ég fagna að sjálfsögðu að fólk skuli sjá sér fært að lesa hugarsmíðar síðuhaldara og hans túlkun á samfélaginu.
Ég get nú kannski ekki sagt að ég sé á móti rannsóknum af þessu tagi, en mér finnst þær þó bera keim af hugmyndasnauðum tillögum að lokaverkefnum, en ég tel að áður nefnd rannsókn sé einmitt unnin af nemendum á síðari stigum háskólanáms.
20:15
Amen......loksins einhver sem er með málefnalegar umræður......
11:05
remba:)
15:01
tepra:)
17:34
Þetta er auðvitað bara hin mesta snilld.
Þrælfyndið.
14:50
Your website has a useful information for beginners like me.
»
13:31
Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»
14:30
Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»
14:48
Skrifa ummæli
<< Home