Heimilis óhald.
Nú hefur það varla farið fram hjá nokkrum manni að kallinn er farinn að reka heimili. Á þessum stutta tíma hefur húsráðandi þurft að reka óvelviljaða ríkisstarfsmenn á dyr fyrir að reyna kúga fjármuni af húsráðanda í formi afnotagjalda.
Einnig hefur húsráðanda tekist að læsa sig úti, auk þess að halda glimrandi salsapartí á þriðjudagsnóttu.
Nú þegar þessi námsönn er að ljúka þá leiðir maður hugann að komandi önn, með tilheyrandi glaðskap, reynslunni ríkari.
Þetta hefur kennt mér það að aldrei að opna hurðina fyrir úlpuklæddum kvenmönnum á mánudagskvöldi og eiga aukalykil við höndina.
7 Comments:
Á maður sem sagt að koma úlpulaus-klædd ef maður kemur í heimsókn á mánudagskvöldum????
18:35
hehe,
ég er reyndar ekki með svona gægjugat, þannig að það væri hægt að villa á sér heimildir. Hér eftir spyr ég alla sem banka hjá mér á mánudagskvöldum hvort þeir (einstaklingarnir) séu í úlpu, eða ríkisstarfsmenn!
18:44
jú jú...
enda annálaður "social drinker"
11:48
hehehe.. það hefur nú ekki farið mikið fyrir þér á þessari önn... alveg hættur að láta sjá þig á pöbbum bæjarins... hvað er í gangi eiginlega.... en þetta er allt í lagi.. ég tók svo hressilega á því á föstud.. að ég drakk fyrir okkur bæði ;)
16:42
Ég vissi að ég ætti hauk í horni í þeim efnum.
Annars er það rétt, alveg skammarlegt hversu lítið maður hefur látið sjá sig á helstu gjálífsstöðum bæjarins!!... verð að bæta úr því!
16:51
Hallo I absolutely adore your site. You have beautiful graphics I have ever seen.
»
15:11
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
15:14
Skrifa ummæli
<< Home