...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

laugardagur, október 08, 2005

Nú verður tekið á því!

Eins og norðlenskir háskólanemar hafa varla látið fara framhjá sér, þá hefur Háskólinn á Akureyri tekið í gagnið nýja líkamsræktar aðstöðu fyrir starfsfólk og nemendur, en með mikili óþreyju hefur verið beðið eftir slíkri aðstöðu.

Boðið er upp á nýtísku græjur, miðað við austurevrópska staðla og hefur Viðkunnanlegur þegar kynnt sér aðstöðuna og leist honum bara ljómandi vel á bæði aðstöðu og innanstokksmuni. En á komandi mánuðum verða vöðvar kýldir og sviti þerraður í fyrrgreindri aðstöðu. En Viðkunnanlegur hefur þegar fjárfest sér í XXS bol og skræpóttum náttbuxum.

Hvetur Viðkunnanlegur þá sem áhuga hafa á alvöru líkamsrækt að kynna opnunartíma stöðvarinnar og nýta sér um leið þetta fágæta tilboð.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta virðist tilvalinn griðarstaður fyrir notendur anabólískra Búlgarskra hesta-stera, einsog mig.

Hvað kostar árskortið þarna?

13:19

 
Blogger Ritarinn sagði...

þetta er alvöru stöð, segi nú ekki annað.

Það sem er alvöru er að til að geta fengið sér vatn þá þarftu að púla upp nokkra stiga þar sem vaskurinn hefur verið festur nánast upp í loftið. ÉG ÞANGAÐ

p.s. Trausti árskortið getur varla verið mikið dýrara en á Bjargi

13:25

 
Blogger Hildur Sólveig sagði...

Ég sé það fyrir mér... Jón Smári mættur í líkamsræktar-sal HA í sínum "Frankie says RELAX" bol, stærð xxxs, spandex buxum og legghlífar. DEAD SEXY. ;)

03:59

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

...að ógleymdu svitaböndunum og mittis beltinu!

09:19

 
Blogger Hildur Sólveig sagði...

haha ;)

10:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe bara snilldar blogg :o)

18:27

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»

13:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

14:51

 

Skrifa ummæli

<< Home