...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

mánudagur, október 24, 2005

Áfram kerlingar!

Hættulega viðkunnanlegur óskar kvennfólki á Íslandi til hamingju með daginn og stendur að sjálfsögðu með þeim í baráttunni fyrir jafnrétti!

Viðkunnanlegur ákvað að sýna stuðning sinn í verki í dag með því að:

Með því að búa sjálfur um rúmið í morgun.
Með því að skafa bara helminginn af snjónum af framrúðunni.
Með því að aka með handbremsuna á.
Með því að reyna að stýra með hnjánum á meðan ég talaði í símann.
Með því að gleyma að slökkva ljósin á bílnum um leið og ég læsti lyklana inni.
Með því að stunda yfirhylmingar viðrekstur.
Með því að reyna að pissa ekki á setuna.

17 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, einnig lagði ég mitt af mörkum. Sjálfur baktalaði ég bestu vini mína, reið fyrrv. kærustu besta vinar míns, fékk mér bjór svo ég hefði afsökun til að reykja tvo pakka af sígarettum á kaffihúsi, sagðist vera þreyttur og með hausverk þegar ríðufélaginn hringdi, og fékk nágrannan til að skipta um dekk á bílnum.

Síðan fór ég í Bónus í íþróttasamfestingi, borgaði aðeins 14000 fyrir strípur á stofu, og fór í tvöfaldan túrbó ljósatíma áður en ég fór í Magic Tan sprautuklefa.

Endaði síðan kvöldið á því að gráta yfir Judging Amy og The O.C.

22:53

 
Blogger Ritarinn sagði...

heheh einu orði sagt FRÁBÆR HÚMOR hjá ykkur tveimur - það besta við þetta er að flest allt hefur gerst hjá mér og vonandi öðrum ungum konum líka.

Takk fyrir stuðninginn ;)

23:23

 
Blogger Gjaldkerinn sagði...

Judging Amy?! Trausti, þú veldur mér miklum vonbrigðum!

23:41

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha....

08:02

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að ég myndi bara ekki hafa tíma fyrir neitt annað ef ég myndi nú gera þetta allt á einum degi. Mér finnst þetta fínt framtak hjá ykkur strákunum, mætti halda að þið væruð bara í æfingu ;)
þakka þakka og vil fá pakka...

17:20

 
Blogger Tóta Víkings sagði...

Jújú, maður kannast svo sem við yfirhylmingar viðreksturinn og bjórinn sem afsökun til að fá sér sígó. En hver neitar kynlífi og ber fyrir sig þreytu og hausverk??? Kommon, kynlíf lagar þreytu og hausverk!!!

23:29

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

heyr heyr...

00:01

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hver kannast ekki frekar við hausverk EFTIR að samlíf hefur verið stundað?!

08:39

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

"fór í tvöfaldan túrbó ljósatíma áður en ég fór í Magic Tan sprautuklefa"
Þetta hefur nú gerst hjá þér oftar en þennan dag Trausti. Ef þú gerir þetta ekki tvisvar í viku þá hefur margt breyst :o)

kv Hannibal

16:45

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Það er gott að skrápurinn er þykkur á Traustinu...

17:45

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

hef aldrei farið í tvöfaldan túrbó, en hef einu sinni prófað sprautudralsið, það var...tjah...ákveðin lífsreynsla. Veit núna nokkurn veginn hvernig gyðingunum liðu í gasklefunum...

18:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Great site lots of usefull infomation here.
»

13:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»

13:47

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»

14:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hi! Just want to say what a nice site. Bye, see you soon.
»

14:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

15:11

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»

15:14

 

Skrifa ummæli

<< Home