...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

mánudagur, október 03, 2005

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Vegna áskorunar um að koma með nokkra punkta um hugarefni Viðkunnanlegs þá fór ég á stúfana og kafaði ofan í viðkvæmt sálarlíf mitt og gróf upp nokkrar bældar minningar.

Staðreyndir um Hr. Viðkunnanlegan:

Hann hefur ákaflega gaman af heimilda- og fræðsluþáttum, en hann var áskrifandi að Lífandi vísindum til fjölda ára, ásamt því að fella tár er Nýjasta tækni og vísindi var tekið af dagskrá ríkissjónvarpsins.

Hann hefur nú í nokkurn tíma verið að safna bókunum "Alfræðisafn Almenna bókafélagsins", sem gefið var út á árunum 1967-1975. Er kominn með 12 stk af 21.

Hann hefur keypt um tíu eintök af Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi, mjög svo ákjósanleg afmælis- og jólagjöf. En honum hefur tekist að lesa hana um sjö sinnum.

Honum hefur tekist að verða 28 ára án þess að geta af sér afkvæmi (ritað með fyrirvara).

Sá matréttur sem viðkunnanlegum er ekki bjóðandi hefur ekki ratað á borð hans, þrátt fyrir að hafa prófað matarmenningu fjölda landa (ásamt ölmenningu viðkomandi lands).

15 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

hnuss, segir sá sem borðar ekki einu sinni Búkollu!!!!

13:47

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

jaa, pizza með bernessósu er ekki það sem kveikir í mér. En ég lét mig þó hafa það að borða þrjár sneiðar...

15:01

 
Blogger Hildur Sólveig sagði...

komdu í mat til mín... þá mun þú ekki borða það sem eftir er!

15:44

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég get verið til vitnis um alætutilburðina.
Í upphafi ævintýraferðar okkar félaganna í sumar þá teymdi ég viðkunnalegan inn á sóðalegan tapas-bar í Barcelona og tilkynnti honum um leið: "ef við fáum ekki pípandi niðurgang af þessu fóðri eru okkar allir vegir færir á spænskri matvælagrundu". Mannvígslupróf meltingarfæranna fór þannig fram að undirritaður sló um sig á máli innfæddra og pantaði hinn víðfræga rétt "eitt af öllu".
Það skipti engum togum. Af áfergju og einbeitni tók viðkunnalegur til við að sporðrenna öllu því sem á borð okkar var borið. Jafnt slímkenndu sjávarfangi sem fitusprengdu klaufdýrakjöti.
Ekki veit ég annað en að hægðalosun hafi verið hin huggulegasta það sem eftir lifði ferðar. Ef frá er talin fyrsta dagsgangan, en þá kvartaði viðkunnalegur yfir fjarlægð frá náðhúsum samfleytt í 8 klukkustundir. Sú þrautaganga hlaut þó farsælan endi á eina kvennaklósettinu í öllum Ordesa þjóðgarðinum.

16:57

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

heyr heyr...

Í sambandi við vígslu meltingafæranna, þá tel ég þennan tapas-bar í Barcelona vera á við að fara niður á svarta mellu í Köben.

17:33

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

ljóslifandi líking. Þeir taki það til sín sem eiga.

17:39

 
Blogger Ritarinn sagði...

Oh my - strákar útskýriði nú betur hvað þið eruð að tala um hér að framan? Svarta mellu....hvað? ;)

18:28

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

Ég vil taka það fram að við G.G. fórum í beinu flugi til og frá Barcelona...

19:12

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

En hvað með fjölmiðlaferðina?

21:25

 
Blogger Ritarinn sagði...

vohhh spurning um að taka þetta mál af dagskrá. Farið að ganga einum og langt. Finnst kommentið hér að ofan vera orðið einum of.

kv. Ritarinn

21:41

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo öllu sé nú til haga haldið þá er engin tilvísun í rekkjubrögð mín, eða síðuhaldara, fólgin í umræddri líkingu.

09:46

 
Blogger Hildur Sólveig sagði...

Það er nú ágætt að maður miðar ekki matnum sínum við svarta mellu í köben... matartímarnir mundu þá verða ansi shabby! ;) Alltaf gaman að heyra svona sögur um mr. hættulega...

13:19

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»

13:47

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nice colors. Keep up the good work. thnx!
»

13:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hey what a great site keep up the work its excellent.
»

14:51

 

Skrifa ummæli

<< Home