...eru tengsl á milli skorts á sjálfsgagnrýni og lágrar greindarvísitölu?

fimmtudagur, september 15, 2005

Ristil raunir!

Sökum æsi spennandi umræðna í síðasta fróðleikshorni sá Viðkunnanlegur sér ekki fært annað en að koma með betri útlistun á því hvað fer fram á milli syðri og nyrðri enda melingavegarins.

Allir hafa loft (gas) í meltingarveginum og losna við það ýmist með því að ropa eða leysa vind (prumpa). Margir halda að of mikið loft sé í þeim þótt magnið sé fullkomlega eðlilegt. Flestir mynda hálfan til einn og hálfan lítra af lofti á dag og losa það um 14 sinnum yfir daginn.

Loftið í meltingarvegi okkar samanstendur aðallega af lyktarlausum lofttegundum — koltvíoxíði, súrefni, nitri, vetni og stundum metani. Óþægilega lyktin sem fylgir stundum vindgangi stafar af bakteríum í ristlinum sem gefa frá sér lofttegundir sem innihalda brennistein.

Þótt vindgangur sé algengur getur hann verið bæði óþægilegur og til ama. Þess vegna er jákvætt að skilja orsakir fyrir honum og leita leiða til að halda honum í skefjum og meðhöndla hann....núna sá Viðkunnanlegur sér ekki stætt á öðru en að kveða sér hljóðs í þessum pistli en góður freti er gulli betri, fyrir sál og líkama!

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Kæri viðkunnalegur,

Svo virðist sem við eigum sameiginlegt áhugamál og samleið að mörgu leyti. Ertu á lausu?

P.s.
Takk fyrir örvandi umfjöllun.

14:59

 
Blogger Hildur Sólveig sagði...

(someone has too much time on his hands) hmm... hver gæti það nú verið? :)

16:10

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég legg til að alþingi setji lög, sem mæli um að allir þegnar landsins þurfi að fara í stólpípu þegar þeir ná 25 ára aldri, og fari síðan aftur á 2ja ára fresti. Þetta þykir víst mjög hollt og heilbrigt fyrir líkamann, og ristilstarfsemina sérstaklega. Að vísu losnum við ekki við prump né rop með þessu ráði, en hugsanlega minnkar prumpufýla um 37% samkvæmt útreikningum Samtakanna 78, og Sollu í Grænum ókosti.

11:29

 
Blogger Hættulega viðkunnanlegur sagði...

...en fyrir þá einstaklinga sem hafa einsett sér það að ákveðin líkamsop séu byggð með einstefnu í huga, þá er þeim vísað á að panta sér djúpsteiktar rækjur í karrísósu hjá Peng's. Með því er hægt að spara sér að sækja vatnið yfir lækinn!

16:45

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

vá ég er orðlaus yfir þessari ræðu hvað fær þig til svona skrifta..hhehehe. mér líður svo miklu betur af því ég er búin að læra eitthvað nýtt í dag

11:58

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»

13:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»

13:47

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

13:48

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»

14:31

 
Anonymous Nafnlaus sagði...

Super color scheme, I like it! Good job. Go on.
»

14:48

 

Skrifa ummæli

<< Home