Fróðleikshorn Viðkunnanlegs.
Hættulega viðkunnanlegur hefur komist á snoðir um að ekki sé allt með felldu í Færeyska sauðfjárstofninum. Lagðist Viðkunnanlegur undir feld og velti fyrir sér hugsanlegum orsökum og afleiðingum slíkrar sköpunnar.
Spurning:
Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Svar:
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni.
Bændur þurfa að gæta þess vel að þessi kyn blandist ekki því að þá gætu komið út kindur sem væru jafnlangar í báðar lappir, og náttúruvalið verkar gegn því. Á þessu er raunar ekki heldur nein veruleg hætta vegna þess að kindur af mismunandi stofnum snúa aldrei eins og æxlast því ekki.
13 Comments:
Þú hefur verið klukkaður.... til hamingju með það :)
10:31
Andsk... jæja ég reyni að finna mér e-h tíma til þess að koma með staðhæfingar um minn innri mann... gefðu mér svona viku svo ég geti nú grafið upp e-h bældar minningar!
10:46
Merkilegt hvað þú getur verið að gruppla í og fundið svör við. :)
15:19
Hversu langan tíma tók þig annars að komast að þessari niðurstöðu?
Þetta er samt álíka með íslenskt sauðfé. Kindur að vestan og austan eru ólíkar þar sem önnur tegundin er með óvenjulega stuttar lappir og hin er með svo flatt bak að hún drepur sig þegar hún verður afvelta því hún getur ekki snúið sér við!
15:45
Eins og oft áður kemur Bíblían með rökréttustu skýringuna á þessu vandamáli sauðfésins. Ég vitna nú í Mósebók, 3. 14
"Maður var að nafni Kailus, sonur Kúfasar. Var hann mestur fjárhirða í gervallri Sódómu. Kailus bar þó með sér bæklun á fótum; var annar fótur töluvert styttri en hinn, svo háði honum. Kailus var ógiftur. En í Kailusi bjó mikil girnd, sem hann gat eigi stjórnað. Og þar sem Kailus átti öngva konu, urðu saklaus lömbin fórnarlömb girndarþorsta Kailusar, sem miskunarlaust svívirti búfénað sinn, svo sögur fóru af.
Varð þá Guð reiður, og til aðgreiningar báru öll afkvæmi Kailusar og sauðfésins bæklun hans til eilífðarnóns."
16:55
Vegir Guðs er órannsakanlegir...
17:17
Vegir Traustsins eru órannsakanlegir...
20:19
HAHAHAHAHAHAHAHA, Jón Smári, þú drepur mig HAHAHAHAHA :O)
19:05
ég vona að dauðdagi minn verði svona skemmtilegur
19:27
Herra viðkunnanlegur!!
Boðaður var fundur vegna beiðni þinnar og féllu atkvæði þér í hag. Hér með er þér leyfilegt að setja krækju á heimasíðu þína...
21:47
Ég þakka fyrir dömur! Ef ykkur snýst hugur þá eru hæg heimatökin við að fjarlægja krækjuna ykkar af tíðinda síðunni.
En ég tel að þessi viðbót við rafræna tilverustigið hjá Viðkunnanlegum muni auðga þá menningalegu umræðu sem átt hefur sér stað hér!
22:22
Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»
14:31
Hey what a great site keep up the work its excellent.
»
15:14
Skrifa ummæli
<< Home