Fróðleikshorn Hr. Viðkunnanlegs.
Hr.
Viðkunnanlegur hefur löngum velt fyrir sé hinum ýmsu spurningum er við koma sköpun heimsins, sem og hvernig mannslíkaminn virki, auk annarra heimspekilegra hugsana. Viðkunnanlegur fór á snoðir á dögunum að leita sér aukinns fróðleiks.Spurning:
Ef maður ropar ekki, rekur maður þá meira við?
Svar:
Líklega er réttast að svara þessari spurningu með því að svo þarf ekki að vera. Loft sem fer út úr líkamanum sem ropi kemur í flestum tilfellum úr maga eða vélinda og er upphaflega loft sem maður hefur gleypt. Loft sem kemur út um hinn endann myndast oftast í ristlinum þegar bakteríur sem búa þar brjóta niður fæðu sem hefur ekki melst á leiðinni þangað. Við þetta niðurbrot gerlanna myndast loft sem líkaminn losar sig við með vindgangi.

7 Comments:
Ég þakka fyrir þessar mjög nauðsýnlegu upplýsingar. Hef lengi velt þessu fyrir mér og hann föður minn notaði einmitt oft þá afsökun að ef hann myndi ekki reka við þá myndi hann bara ropa meira...
11:00
Sem áhugamaður um rop og viðrekstur finnst mér þetta afar heillandi umræðuefni. Ég er einn af þeim fáu útvöldu sem geta ropað að vild, með því einmitt að gleypa loft. Hinsvegar hef ég því miður enn ekki náð að fullkomna listina að reka við þegar mig lystir, og leita ég því eftir aðstoð í þeim málum. Hvet ég konur eindregið til að bjóða sig fram, því þær hafa jú stundað yfirhylmingarviðrekstur í margar aldir, leyndarmál sem varðveist hefur meðal þeirra í tímans rás.
11:26
Trausti, Ég hef sent nýyrðanefnd erindi þess efnis að "yfirhylmingarviðrekstur" verði skráð í íslenskar orðabækur með tilvitnun í lúmskar athafnir kvenna. Nú er bara að bíða og sjá hvort sauðurinn Mörður Árnason hafi e-h út á málið að setja!
14:48
En hvurnig er það, þið fróða fólk. Ef maður hvorki ropar né rekur við springur maður þá ekki á endanum? Og, shit hvað ég fíla svona umræður =oD
23:32
Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»
13:31
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
13:48
I'm impressed with your site, very nice graphics!
»
14:51
Skrifa ummæli
<< Home