Miðfirðingar í klettastígnum.
...eymd og volæði, vosbúð og þurrkur, þrumur, eldingar og jarðskjálfti; er heimurinn að farast... nei!!!!! það er laugardagur um verslunarmannahelgi og viðkunnanlegur er að vakna eftir nótt ofdrykkju og ærslagangs.
Stefnan er sett niður í bæ, til þess að viðra næturgestina og sjálfan mig! Er niður í bæ er komið hitti viðkunnanlegur tvær vinkonur sem hann hefði ekki barið augum til fjölda ára. En þær höfðu lagt land undir fót og komið til höfuðstaðs norðlendinga frá Hvammstanga. Skipti nú engum togum að "píunum" var undir eins boðið til mikillar gleði í bóli bjarnar er kvölda tæki. Tók nú við hin mesta skemmtun, er endist nætur langt, en fyrst dömurnar höfðu bara planað létta dagsferð, var þeim umsvifalaust boðin gisting í höfuðvígi viðkunnanlegs og tóku þær því "kosta"-boði...
Gistum við félagarnir í stofunni og eftirlétum dömunum svefnherbergið. En við gerum ráð fyrir dömurnar hafi eytt lungnum af nóttinni , naktar í koddaslag, en viðkunnanlegur hafði nú reyndar tekið forskot á svefninn með því að dre... sofna í sófanum.
Vill viðkunnanlegur þakka þessum gæða "píum" ákaflega skemmtilega kvöldstund.
4 Comments:
Og þökkum við kærlega fyrir okkur, þetta væri æði.
Og þetta með koddaslaginn.... svoooo satt!
13:30
þetta var snilld,verst hvað hún dísa gerist nærgöngul í svefni!
spurning um að "splitta þessu upp"
þið "kallarnir"eruð svo boðnir velkomnir í Norðurárdalinn í haust;)
13:38
Sælar "píur", ég þakka gott boð!! En það verður greinilega að endurtaka þessa helgi við gott tækifæri, svona vegna þess að viðkunnanlegur sofnaði svona helst til snemma á aðfararnótt sunnudags, humm humm... Kannski að koddaslagurinn verði þá endurtekinn, en þá verður að "splitta" upp í lið!!
16:22
Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»
13:31
Skrifa ummæli
<< Home