Maður að skapi viðkunnanlegs!

Viðkunnanlegur hefur ákveðið að láta hluta af viðtalinu við Ísmanninn fylgja þessum hugrenningum:
"Við sáum sel á einum jakanum og hann henti bara byssunni í mig (blaðasnápinn) og hrópaði "dreptu hann, dreptu hann". "Heppnin var með mér en ég hef aldrei gert flugu mein, og mér tókst að fella selinn í fyrsta skoti. " þá tók við mikill hamagangur þegar við lönduðum honum en litlu mátti muna að við misstum hann í sjóinn. Ísmaðurinn skar hann svo upp, fláði og gerði að honum á staðnum og lét mig taka bita úr hrárri lifrinni að veiðimanna sið."
Ég hikaði augnablik en svo hlýddi ég Ísmanninum og tók vænan bita af blóðugi lifrinni, sem var enn ylvolg. Hann matreiddi svo það sem eftir var að selnum sjálfur um kvöldið og bar á borð fyrir félaga sína á hrísgrjónabeði. Ísmaðurinn sjálfur gaf nú ekki mikið fyrir svoleiðis tildur og segir best að henda kjötinu í pott og sjóða það upp úr sjó. Það spillir þó ekki fyrir ef maður geti kryddað kjötið með smá aromati."
Væri ekki heilbrigðara fyrir ungdóminn að alast upp við áður nefnda ímynd, frekar en hin vestrænu gildi í mynd dúkkulísu í líkingu David Beckham? Sem er best þekktur fyrir eitthvað helvítis tuðrusprikl og rakakrems auglýsingar!!
En einnig má benda á eins og greinin sínir að hægt virðist vera að matreiða kjötmeti á fleiri vegu en með dýrindis kryddum og eldhúsbúnaði...
6 Comments:
Heyr heyr
18:21
Jahá,
ég er alveg sammála að tími metrosexulism-a er liðinn auk annarra gospabba-ism-a. En nú er tími úbersexualism-a kominn, með karlmönnum eins og Pétri Magnússyni og Ísmanninum að mér ógleymdum...
22:50
Djöfull, hvað á ég þá að gera? Borða selkjöt í hvert mál og ganga í Kraftgalla, með alvæpni í vinstri, og Aromat í hægri?
23:37
í ljósi þessara tíðinda tilkynnist hér með að ég er hættur að dansa! eftirleiðis mun ég sneiða hjá skankasprikli og mjaðmamoði á djamminu. Tek mér heldur stöðu upp við næstu súlu og þamba brennivín í kók á meðan ég klóra mér í rassgatinu.
Gummi Gunnars
13:43
er ekki með meirapróf. keyri samt fjórhjól oft í vinnuni, dugar það?
23:53
Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»
14:31
Skrifa ummæli
<< Home