Læstur úti á náttbuxunum!!
...mér tókst sem sagt að læsa mig úti á náttbuxunum í gærkvöldi, en ég hafði skroppið í smá kvöld kaffi í íbúð I. Þar býr vinkona mín sem átti í fullu fangi með að halda aftur af sér er ég blés út af pirring og óþolinmæði við að reyna að ná sambandi við einhvern með lyklavöld í húsinu. Ekki gékk það nú sem skildi en eftir að ég hafði reynt að ná í alla er sem mér hugnaðist að gætu aðstoðað mig í þessari raun, ákvað ég að nú væri kominn tími til að liðka hurðina aðeins með "léttu" sparki. Áður en ég réðst í þá aðgerð ákvað ég að fara út (á náttbuxunum) til þess að reyna að undir búa mig fyrir hinn yfirvegaða verknað. Þegar ég var kominn undir bert loft tók ég eftir að þessi fína hjólagrind gæti reynst þessi ágætasti stigi til þess að komast upp á svalirnar hjá mér, en þess má geta að ég bý á 2. hæð. Svipti nú engum togum að hjólagrindin var rifin upp af miklum móð með hjólum og áföstum hellum en tók nú mikill burður við að koma þessari úthugsuðu hugmynd í framkvæmd. Til þess að gera langa sögu stutta, tókst nú viðkunnanlegum að komast inn í íbúðina með hurðina áfasta á hjörunum, en íbúðin hafði lítið breyst í fjarveru minni, mínus einn bjór...
4 Comments:
Gaman gaman! Meira blogg til að lesa. Hvar áttu heima núna Viðkunnanlegur?
Kv. frá Dublin,
Elín.
20:04
Sæl kæra skólasystir, gaman að fá smá innlit frá þér!! Ég bý á stúdentagörðunum á Akureyri, nánar tiltekið á klettastíg 2...
20:20
Very pretty site! Keep working. thnx!
»
13:31
Hi! Just want to say what a nice site. Bye, see you soon.
»
13:47
Skrifa ummæli
<< Home